Fara á efnissvæði

inn í framtíðina með Azure

Well Advised býður fyrirtækjum á stafrænni vegferð tækniþekkingu sína í Azure skýjalausnum. Njóttu liðsinnis úrvals fagmanna sem eru sérfræðingar í stafrænni umbreytingu.

skoðaðu þjónustu í boði

fyrir hverja?

fyrir sprotafyrirtæki

Rekstur í Azure skýinu auðveldar samvinnu, deilingu gagna og gerir sprotum kleift að skala hratt upp á hagkvæman hátt - þegar vindur kemur í seglin.

Lestu meira

fyrir UT teymi

Jafnvel færustu teymin þurfa ráðgjöf og aðstoð þegar stór skýjaverkefni eru fyrir höndum. Við bjóðum þér Azure sérþekkingu okkar til að létta sporin og leysa úr flækjunni.

Lestu meira

fyrir stafræna umbreytingu

Framtíðin liggur í skýinu en leiðin þangað kallar oftar en ekki á leiðsögn og ráðgjöf sérfræðinga. Azure er heill heimur til að læra á - við styðjum þig í hverju skrefi áleiðis.

Lestu meira

fyrir félagasamtök

Azure býður óhagnaðardrifnum samtökum afslætti af þjónustum sínum, sem lækkar kostnað og eykur framlag til góðra málefna. Láttu okkur leiðbeina um bestu kjörin fyrir þína starfsemi.

Lestu meira

þjónusta

Við bjóðum allt frá ráðgjöf, greiningu og úttektum yfir í skýjaflutning, uppsetningu DevOps þróunarferla og heildstæðs kerfisreksturs. Kannaðu hvað við getum gert fyrir þig.

lestu um þjónustu okkar
  • þróun skýjareksturs
  • kerfislausnir
  • skýjaflutningur
  • ai lausnir
  • kubernetes þjónustur
  • þróun applausna
  • data & ml verkfæri
  • rekstrarúttektir
  • greining innviða
  • heilsuúttektir
  • skjölun og skýrslugjöf
  • þróun skýjareksturs
  • kerfislausnir
  • skýjaflutningur
  • ai lausnir
  • kubernetes þjónustur
  • þróun applausna
  • data & ml verkfæri
  • rekstrarúttektir
  • greining innviða
  • heilsuúttektir
  • skjölun og skýrslugjöf

ferlið

greining

Við byrjum á því að taka út og greina innviði þína vandlega og kortleggjum tækifæri til hagræðingar.

flutningur & ný umhverfi

Við aðstoðum við að skilgreina stefnu og áætlun sem tekur mið af þínum aðstæðum og markmiðum.

hámörkun nota

Við tryggjum með reglulegu eftirliti að Azure rekstur þinn kosti ekki meira en nauðsynlegt er.

öryggi & eftirlit

Við fylgjumst náið með eigum þínum í Azure og tryggjum að reksturinn gangi hikstalaust og hagkvæmt fyrir sig.

sögur

Fáðu það beint af kúnni - lestu sigursögur viðskiptavina sem hafa gert innviði sína og kerfisrekstur klára fyrir framtíðarþróun, sparað peninga og aukið öryggi til muna. Verður þín saga sögð næst?

lestu um árangur viðskiptavina

Merki fyrirtækisins

Saga í aðalhlutverki

SeveUp

Egill Þorsteinsson

Við erum gríðarlega ánægð með það skref sem við tókum fyrir allnokkrum árum að færa okkur yfir í Azure rekstur. Þær lausnir sem Azure bíður upp á hafa reynst okkur mjög vel, aukið hagkvæmni og gefið okkur þann sveigjanleika og skalanleika sem við þurfum.

Egill Þorsteinsson

Head of Digital, Domino's á Íslandi.

Við fengum Well Advised inn í ráðgjöf til okkar við innleiðingu á Azure og Azure DevOps. Uppsetningin er unnin af þriðja aðila og hefur Well Advised komið inn sem ráðgjafi við uppsetninguna. Well Advised hefur staðið sig afar vel í að aðstoða okkur í gegnum bratta lærdómskúrfu og gætt að mikilvægum öryggisþáttum í tiltölulega flókinni uppsetningu á DevOps þar sem fleiri en eitt teymi vinna að sama kerfi.

Ragnheiður Birna Björnsdóttir

hópstjóri hugbúnaðarlausna hjá Tryggingastofnun

Well Advised hefur frá 2021 aðstoðað við tæknileg mál er snúa að Microsoft lausnum og skýjaþjónustu fyrir Veritas. Þjónusta Well Advised hefur meðal annars falið í sér tæknilega ráðgjöf, endursölu á Microsoft þjónustum og leyfum, sem og vöktun og afritunartöku. Ég get staðfest að Well Advised hefur staðið fyllilega við gerða samninga og er vel treystandi til að annast þjónustu á sviði Azure lausna.

Hákonía J. Guðmundsdóttir

Deildarstjóri UT, Veritas

Hjá Well Advised starfa afar hæfir, vottaðir Azure sérfræðingar sem búa yfir mjög breiðri þekkingu á netbúnaði, skýjaumhverfi og öryggislausnum. Það kom okkur á óvart hversu mikil reynsla bjó hjá fremur smáu teymi WA sem gat leyst ólíkustu vandamál á stuttum tíma.

Michael Murphy

Framkvæmdastjóri & meðstofnandi, Cranntech

Það var mikið heillaskref hjá okkur að fá Well Advised með okkur í lið í byrjun 2023. Payday hefur vaxið hratt síðastliðin ár og Azure umhverfið samhliða því. Það var kominn tími til að fá sérfræðinga til að hjálpa okkur að taka umhverfið á næsta stig. Well Advised hefur á að skipa frábærum sérfræðingum sem eru fljótir að bregðast við og hafa mikla þekkingu á Azure umhverfinu.

Björn Hr. Björnsson

Framkvæmdastjóri & stofnandi Payday