azure - einn fyrir teymið
Fyrirtæki og stofnanir sem eru með mikinn kerfisrekstur þurfa mörg aðstoð sérfræðinga við stærri verkefni á sinni Azure vegferð. Sérhæfð Azure þekking er þó ekki á hverju strái - og fyrir flest teymi borgar sig ekki að bæta við Azure sérfræðingi í fullt starf.
Teymið þitt hefur skilgreint hlutverk og markmið, hvort sem það snýr að vöruþróun eða rekstri kerfa. Sérfræðingar þínir skilja best kerfi og tól sem þeir nota til að sinna sínum daglegu verkefnum - en sennilega hafa þeir ekki sérhæfða Azure þjálfun.
Hagkvæm leið til að hámarka möguleika þína í Azure er að ráða sérfræðing í tímavinnu til að vinna afmörkuð verkefni með teyminu.